Náðu í appið
Öllum leyfð

Big Fish 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. janúar 2004

An adventure as big as life itself.

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Myndin segir frá deyjandi föður og syni hans, sem er að reyna að kynnast betur föður sínum með því að tengja saman sögur sem hann hefur safnað saman í gegnum árin. Sonurinn endar með því að endurgera þetta óljósa lífshlaup föður síns með ýmsum sögusögnum innblásnum af þeim fáum staðreyndum sem hann veit um hann. Í gegnum þessar sögur þá byrjar... Lesa meira

Myndin segir frá deyjandi föður og syni hans, sem er að reyna að kynnast betur föður sínum með því að tengja saman sögur sem hann hefur safnað saman í gegnum árin. Sonurinn endar með því að endurgera þetta óljósa lífshlaup föður síns með ýmsum sögusögnum innblásnum af þeim fáum staðreyndum sem hann veit um hann. Í gegnum þessar sögur þá byrjar sonurinn að átta sig á helstu sigrum og helstu mistökum föður síns.... minna

Aðalleikarar

Næstum óaðfinnanlegur Burton
Big Fish er án efa uppáhalds Tim Burton myndin mín og þar er um margar góðar að velja. Hún er ævintýraleg og ógleymanleg.

Hún fjallar um Edward Bloom sem er að deyja úr krabbameini. Sonur hans Will sem hann er ekki búinn að tala við í 3 ár kemr til hans og vill heyra staðreyndir um líf hans en ekki sögur sem hann hefur heyrt allt sitt líf.

Hann trúir ekki sögum föður síns og þolir ekki að faðir sinn segi sömu sögurnar endalaust. Hann kemur með ólétta konu sína heim með sér frá París og þegar Edward segir henni sögur upplifir áhorfandinn þær í fyrsta sinn. Hann hefur lifað ævintýralegu lífi, með ást, harðri vinnu og stríði, og minnir því myndin mann mikið á Forrest Gump. Edward Bloom var stór fiskur í heimabæ sínum og þurfti að læra hvernig hann gar orðið það í stóra heiminum. En ólíkt Forest Gump sem að er frekar raunhæf saga sem hefði getað gerst, þá er Big Fish það ekki. Hver ný saga úr lífi Edwards er furðulegri en sú fyrri. En áhorfandinn þarf eins og Will að komast að því hvað er satt og hvað er ýkt.

Ég las bókina sem myndin er byggð á og ég held að þetta sé í fyrsta skiptið sem að mér finnst myndin betri og segir það virkilega til um hversu góð hún er.

Hún er skemmtileg, fyndin og sorgleg allt í senn og kemur manni alltaf á óvart. Hún þolir það að það sé horft á hana aftur og aftur. Aðalleikararnir sem að deila með sér hlutverki Edwards Bloom, Ewan McGregor sem yngri Edward og Albert Finney sem sá yngri gera það virkilega vel. Tónlist Danny Elfman slær í gegn eins og alltaf og leikstjórnun Tim Burtons skilar sér í frábærri mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er öruglega ein af 10 bestu myndum veraldar! Tim Burton er að mínu mati einn allra mestu snillingur mannkynsögunar! Mér finnst hann samt frekar vanmetinn. Myndir hanns fá góða dóma og allt það en þær eiga margfalt betra skilið. Þessi mynd fjallar um feðgana Will og Edward Bloom sem ekki eiga saman í góðu sambandi. Edward sem er faðirinn hefur marg oft sagt Will syni sínum sögur frá yngri árum sínum. Ma. gömlu norninni í fenjunum, Stóra fiskin í fljótinu, risa sem hét Karl og margar fleiri. í gegnum æfina hafði Edward lent í ýmsu. Hann hafði barist í stríði, unnið í sirkus til þess að finna ástina í lífi sínu og reynt að veiða stóra fiskin í fljótinu. Þegar Will verður svo eldri flytur hann að heiman og giftir sig. í brúðkaupsafmæli hans heldur svo pabbi hans ræðu um stóra fiskin. Will sýnist pabi sinn gera sig að fífli. og talar ekki við hann í nokkur ár. Þegar Hann fréttir það að Pabbi sinn sé dauðvona snýr hann strax aftur heim ásamt konu sinni sem á von á barni. Hann fer því að afla sér upplýsingum um Faðir sinn sem hann hélt að væri lygi en kemst síðan að því að sögurnar voru sannar. Þessi mynd er rosa flott. Hún fer alveg aftur í tíman þegar Ed er Yngri en þá leikur Ewan McGregor hann. En þegar myndin sýnir nútíðina er það Albert Finney sem leikur hann. Þegar ég heyrði fyrst um þessa mynd hélt ég að þetta yrði einhvaert aumingjavæl en þegar að ég frétti að Tim Burton væri leikstjórinn Sá ég þessa mynd og féll fyrir henni. Mér fynnst ég hafa verið algjör auli að hafa haldið þetta um þessa mynd. Tim Burton er mesti snillingur mannkynsögunar og mun hann alltaf koma til með að vera það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir að hafa floppað með planet of the apes árið 2001(sem ég hef reyndar ekki séð)

þá tók Tim Burton sér frí en sneri aftur með Big fish 2004 og þetta er comebackið hans.Orðin sem lýsa Big fish best er lítið,fallegt ævintýri.Ed Bloom(Albert Finney leikur hann þegar hann er gamall en Ewan McGregor þegar hann var ungur)hefur alltaf sagt mjög ótrúverðugar sögur af sjálfum sér,sem minna helst á ævintýri en sonur hans(Billy Crudup)hefur aldrei trúað honum og finnst hann ýkja of mikið.Núna býr hann í Frakklandi ásamt óléttri kærustu sinni en þarf að fara aftur heim þegar faðir hans er að fara að deyja.Svo núna vill hann vita sannleikann var þetta lygi eða ekki.Myndin skiptist í tvo hluta sem eru svo blandað saman,annar segir frá Ed Bloom þegar hann er orðinn gamall og er að fara að deyja og er sögumaður en hinn þegar Ed Bloom var ungur og er að upplifa öll ævintýrin.Eisn og í öllum Burton myndunum þá eru leikararnir bæði góðir og frægir eins og Ewan McGregor,Albert Finney,Jessica Lange,Billy Crudup,Helena Boham Carter,Allison Lohman,Danny DeVito og Steve Buscemi.Myndin er mjög björt og hugguleg ólíkt vanalega umhverfi Burtons.Bæði leikur og leikstjórn eru mjög góð og sömuleiðis myndatakanm,umhverfið og Big fish er bæði vel gerð og vönduð.Mér finnst Big Fish vera góð mynd en ekki frábær en þetta er sannarlega mynd fyrir alla fjölskylduna.Ég fíla samt meira myrku myndir Burtons.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Um daginn tók ég þá áhættu að kaupa BIG FISH á dvd án þess að hafa séð hana. Og ég sé alls ekkert eftir því! BIG FISH er örugglega besta mynd sem ég hef séð, tvímælalaust besta mynd Tim Burtons og góð tilbreyting inná dimma og drungalega stílinn

hans. BIG FISH segir frá Ed Bloom(EwanMcGregor,AlbertFinney)sem

er veikur og er að fara að deyja. Sonur hans, Will kemur til að vera hjá honum en þeir hafa ekki talað saman í mörg ár.

Ástæðan er sú að Ed hefur sagt ýktar sögur af sjálfum sér síðan

Will fæddist. Will vonar að á meðan hann er hjá honum fái hann að heyra sannleikann um pabba sinn en í staðinn upplifir hann allar sögurnar aftur. Albert Finney stendur sig vel sem Edward Bloom en Ewan McGregor snilldarleg sem Ed á yngri árum sínum.

Tónlist Danny Elfmans er óaðfinnanleg eins og alltaf og eins og ég segi er þetta langbesta mynd Tim Burtons. Eitt það besta við myndina er að í staðin fyrir að heyra bara sögur Ed's sjáum við þær eins og hann upplifir þær.......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Leikstjóri Tim Burton

Handrit: Daniel Wallace (novel)

John August (screenplay)



Þessi mynd er lauslega um son sem er vill læra meira um föður sinn sem er að deyja úr langfarandi veikindum. Vill læra um hinn rétta föður, því að faðir hans hefur bara sagt honum sögur, sögur um æsku sína og það sem hann er að gera meðan hann er í burtu, sem sonurinn er alveg hættur að trúa.


Þessi mynd er leikstýrð snillingnum Tim Burton (Batman, Edward Scissorhands, Sleepy Hollow og margar aðrar myndir) Og þeir sem hafa séð myndirnar eftir Tim Burton ættu að vita að hann er með sérstakan stíl á bíómyndum, myndinar hans eru oft mjög dymmar, mikið af svörtum litum, en samt svona inn á milli koma þessir skæru litir, eins og rauður og grænn og svona. T.d í Sleppy Hollow þegar það spítist blóð á Johnny depp, þá er blóðið alltaf mjög áberandi, rosalega rautt. En myndin sjálf er mjög dymm.

En með big fish þá er eins og hann sleppir þessu, því að myndin er mjög björt og rosalega litrík.


Big fish er alveg mögnuð mynd, eða mér fynnst það allaveg. Eitt af mínum uppáhalds myndum. Hún er svo hjartnæm, maður líður svo vel þegar maður horfir á hana.

Ewan Mcgregor er hreint út sagt magnaður í myndinni, leikur sinn karater rosalega vel, eins og bara alltaf, hann er frábær leikari.


Ég þori að viðurkenna að þessi mynd er svolítið sérstök, og sumir eru kanski ekki alveg sammála mér þegar ég segi að þetta sé eitt af bestu myndum sem gerðar voru árið 2003.


En sögunar sem maðurinn segir í myndinni eru rosalega góður og maður fynnst bara svo gaman að horfa á þessa mynd. Ég mæli allavega eindregið með henni..


Mín uppáhalds mynd eftir Tim burton þó svo að hann hefur gert snildar myndir eins og Batman og Edward Scissorhands þá fynnds mér big fish betri.


Endilega ef þú hefur ekki séð þessa mynd þá mundi ég taka hana í þínum sporum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.12.2013

Leikur mömmu Wahlberg

Leikkonan Jessica Lange hefur bæst við leikaraliðið í endurgerð myndarinnar The Gambler. Hún mun leika móður Mark Wahlberg en James Caan lék í upphaflegu myndinni frá 1974. Leikstjóri verður Rupert Wyatt (Rise of the Planet of the Apes). Myndin fjallar um enskan prófessor með sp...

14.03.2010

Áhorf vikunnar (8.-14. mars)

Þá er komið að því. Tími vikunnar þar sem notendur deila með okkur hinum hvað þeir gláptu á. Ekki gleyma einkunn og umsögn. Undirritaður tekur frumkvæðið eins og áður.Mín kvikmyndavika leit s.s. svona út (eng...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn