Leikaraval Fantastic Four

Nú á dögum gerist það ekki algengara en að cirka 3-4 myndasögubyggðar kvikmyndir líta dagsins ljós á hverju ári. Það er sífellt verið að gera nýjar tilraunir með að færa ofurhetjukvikmyndir yfir í kvikmyndaformið, enda er það oftast öruggt að góður peningur sé þar á bakvið. Á árinu 2005 má meðal annars búast við Batman Begins, þar sem serían um Leðurblökumanninn byrjar alveg upp á nýtt frá grunni (þar af leiðandi teljast Burton/Schumacher myndirnar ekkert með), Iron Man, og svo er það Fantastic Four, sem ábyggilega einhverjir muna eftir. Það hefur ekki margt verið gert með þessar fígúrur í langan tíma, en eins og með langflestar Stan Lee myndasögur þá verður kvikmynd úr þessu og er hún hluti af planinu fyrir næsta ár (spurning hvort framleiðendur skelli ekki bara leikinni kvikmynd eftir Stripperella teiknimyndunum líka… enda úr smiðju hans).

Fyrir þá sem þekkja FF sögurnar ætti það að vera nokkuð áhugaverður glaðningur að bera augum á fyrstu myndirnar af leikaraliðinu í búningunum, en þetta eru einmitt þau Jessica Alba (The Invisible Girl), Ioan Gruffudd (Mr. Fantasic – sumir þekkja þennan leikara úr King Arthur), Chris Evans (lék einmitt í Cellular núna síðast og fer með hlutverk The Human Torch) og svo Michael Chiklis (þið þekkið hann kannski ekki útlitlega sem The Thing undir mikilli förðun, en þetta er einmitt maðurinn úr The Sheild).
Lítið á.