Nýtt um Lucas og Potter

Ekki nóg með það að Pixar (sem nú er orðið að sjálfstæðu fyrirtæki – fyrir þá sem ekki vissu) og Dreamworks séu sífellt að framleiða sínar tölvugerðu teiknimyndir, heldur nú vill George Lucas fá sneið af þeim bransa. Eins og mörgum er kunnugt, þá er Lucas eigandi í ótalmörgum fyrirtækjum sem hann stofnaði, þ.á.m. Skywalker Sound, Industrial Light and Magic (ILM,), Lucasarts, THX ásamt fjölda öðru.
Lucas hefur mikið verið gefinn fyrir að láta tölvurnar gera flest allar vinnurnar fyrir hann nú til dags, og nú er hann búinn að opna stúdíó í Singapúr sem ber heitið Lucasfilm Animation Singapore (LAS) og mun framleiða ýmis konar efni fyrir sjónvarp og tölvuleiki. Óvíst er um einhverja teiknimynd í fullri lengd enda fyrirtækið bara nýkomið af stað, og svo er Lucas kallinn væntanlega mjög upptekinn næstu mánuðina með að leggja lokahönd á Star Wars: Episode III: Revenge of the Sith.

Jæja, margir hafa eflaust beðið eftir að vita þetta en það er nú búið að staðfesta leikaravalið í fórðu myndinni um galdraguttann Harry Potter sem ber heitið THE GOBLET OF FIRE. Hlutlausir áhorfendur þekkja örugglega lítið til persónanna sem rætt verður hér um, en engu að síður ætti sumt að vekja ýmsa aðdáendur til umhugsanna. Breski leikarinn Ralph Fiennes (Red Dragon, Schindler’s List) hefur opinberlega verið uppljóstraður og mun fara með hlutverk hins illa Voldemorts, sem minnst hefur verið á í hverri einustu mynd hingað til en þó aldrei verið sýndur í almennilegu formi. Miranda Richardson (Sleepy Hollow, The Hours) hefur einnig bæst við þetta geysilega stóra og athyglisverða leikaralið og mun fara með hlutverk blaðakonu að nafni Rita Skeeter.
Restin af gamla liðinu mun vissulega snúa aftur, og krakkarnir þrír munu vafalaust halda áfram, þótt óvíst sé um hvort þau verða öll í næstu mynd. Rupert Grint – sem leikur rauðhausinn Ron – er t.d. elstur af þeim, og á sínu sextánda ári núna, meðan karakter hans í myndinni á að vera tveimur árum yngri.
En allavega, Harry Potter and the Goblet of Fire verður frumsýnd einhvern tímann í nóvember eða kringum jólin 2005.