Þessi Superman endurgerð fær víst aldrei nóg af því að vera í fréttunum. Nú er búið að kom því orði fram að McG hafi endanlega verið leystur frá þessu verkefni eftir að hafa verið fastur við það í tæplega ár, meira en það reyndar. Hann var orðaður um að gera þessa mynd eftir vinsældir Charlie’s Angels, en svo hætti hann við og gerði framhald þeirrar myndar áður en hann snéri aftur.
Nú er komið nýtt nafn, en í millitíðinni voru margir aðrir leikstjórar látnir koma til greina. Þ.á.m. Brian Synger, en hann var fljótt útilokaður vegna annarra áætlanna. Brett Ratner var líka sagður líklegur (það var að vísu áður), en samkvæmt IMDB var hann látinn hætta vegna þess að hann og framleiðendurnir gátu aldrei orðið sammála um hver myndi bera skykkjuna.
Ratner vildi fá einhverja eins og Ashton Kutcher, Josh Hartnett, Brendan Fraser eða Paul Walker, en því var hafnað.
‘Spennumyndafíkillinn’ Michael Bay hefur nú verið stimplaður líklegasti leikstjórinn fyrir myndina og hefur nafn McG verið þurrkað út af Imdb og skellt hans í staðinn. Ekkert nýtt hefur borist um leikara, en samkvæmt mörgum upplýsingum vill Johnny Depp eindregið taka þátt.

