Hægur Bruni

Leikkonan Jolene Blalock, sem trekkarar þekkja sem T´Pol úr Star Trek: Enterprise þáttunum, mun leika aðalhlutverkið í þrillernum Slow Burn. Einnig munu þeir Ray Liotta og LL Cool J leika í myndinni sem fjallar um saksóknara einn sem á í útistöðum við leiðtoga glæpagengis. Hann kemst síðan að því að aðstoðarsaksóknari hans og dularfullur ókunnur maður eru í samkrulli að leiða hann á villigötur. Myndin er skrifuð og leikstýrð af Wayne Beach, en hann skrifaði m.a. handritin að The Art of War og Murder at 1600.