Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Enn ein myndin með Wesley Snipes sem hann er svikin. The Art of War er alls ekki slæm hasarmynd en kvikmyndalega séð þá er þetta bara sama dellan og Wesley er oftast búin að leika í. Fín hasarmynd.
Vá hvað ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd! Þetta er frekar slöpp mynd, full af klisjum og vantar alla "chemistry" milli Snipes og stelpunnar. Og hún er gríðarlega langdregin...... Ekki búast við of miklu.
Enn önnur Hollywood færibandamyndin um varnamálaplott, kínversku mafíuna og FBI. Plottið er stórt, og allir-voða-snjallir-að-svíkja-alla gengur ekki upp hér frekar en annarstaðar. Illmennin voru hjákátleg, feiti FBI foringinn sömuleiðis, og Neil Shaw (Snipes) alveg sami harði-orðheppni-töffarinn og í öllum hinum Hollywood klisju kokteilunum. Og auðvitað sýnir töffarinn smá tilfinningar, svona eftir uppskriftinni. Snipes stendur sig svosem alveg ágætlega, en svona myndir eru kannski ekki alveg vettvangurinn fyrir leiksigra og rósir.. Tónlistin í myndinni er af standard hasar mynda sándtrakkinu, enda ekki við öðru að búast. Myndin er hundrað og sautján mínútur, vegna þess að þeir Hollywood menn halda að lengd séu það sama og gæði. 'Fyrst myndin er tveir tímar, þá hlýtur hún að vera góð.' .. Nei! Dómur er fallinn, Helga Palla var ekki skemmt.
Wesley Snipes hann leikur leyniþjónustumanninn Neil Shaw sem hefur það starf með höndunum að tryggja öryggi aðalritara sameinuðu þjóðanna og vernda bygginguna sjálfa fyrir hugsanlegum utankomandi árásum hryðjuverkamanna. Shaw er algjör snillingur í öllu sem lýtur að tæknilegri hlið öryggismálanna. Enn svo finnst gámur á hafnarbakkanum í New York og í ljós kemur að hann inniheldur fullt af líkum flóttamanna frá Kína. Í gang fer bæði flókin og dularfull atburðarás sem leiðir til morðs á kínverska sendiherranum hjá sameinuðu þjóðunum. Og þá á Neil Shaw að rannsaka málið. Þessi mynd er fín hasarmynd en ég átti von á að myndin væri betri.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$40.000.000
Tekjur
$30.199.105
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
17. nóvember 2000
VHS:
17. apríl 2001