Blanchett í lið með Aronofsky og Pitt

Cate Blanchett ( The Gift ) er nú gengin í lið með Brad Pitt ( Fight Club ) og leikstjóranum Darren Aronofsky ( Pi ) og ætlar sér að leika í nýrri mynd þeirra félaga sem líklega mun bera heitið The Last Man. Það eina sem vitað er um myndina á þessu stigi, er að þetta er vísindaskáldsaga og Warner Bros. kvikmyndaverið hefur sett hana í algeran forgang hjá sér. Með þvílíka gæðinga innanborðs getur þetta geysispennandi verkefni einfaldlega ekki klikkað.