Stórstjarnan Jim Carrey og leikstjórinn Barry Sonnenfeld munu gera saman kvikmyndina Fun With Dick And Jane. Tökur á myndinni hefjast í haust, en hún er endurgerð samnefndrar myndar frá 1977 og fjallar um hjón sem hefja ránsferil til þess að geta borgað reikningana. Handrit myndarinnar er skrifað af Peter Nolan ( Analyze This , America’s Sweethearts ).

