Eins og áður hefur verið sagt frá, eru þeir Coen bræður ( Fargo ) að endurgera hina sígildu kvikmynd The Ladykillers frá árinu 1955. Sú mynd var með þeim Alec Guiness og snillingnum Peter Sellers í aðalhlutverkum, en þessi endurgerð verður með Tom Hanks og, ótrúlegt en satt, Marlon Wayans. Hann var nýlega ráðinn til að vera í myndinni, og leikur hann einn úr þjófagengi Hanks, sem er að reyna að koma gamalli konu fyrir kattarnef svo þeir geti komist yfir hús hennar. Það gengur þó furðu brösuglega hjá þeim félögum, því kella reynist lífsseig með eindæmum. Wayans hefur hingað til aðallega verið þekktur fyrir að leika í aulagrínmyndum, en hann sýndi það þó og sannaði í Requiem for a Dream að ef hann fær rétta hlutverkið, þá getur hann gert góða hluti.

