Söngleikjaæðið heldur áfram

Nýtt söngleikjaæði virðist hafa gripið um sig í Hollywood eftir velgengni Moulin Rouge og Chicago. Nú ætlar Disney að ríða á vaðið og gera ónefndan söngleik sem mun fjallar um nýtt afl í efnahag og tískustraumum heimsins, nefnilega unglinga. Disney hefur fengið konu að nafni Kristen Hanggi til þess að leikstýra myndinni, en hún hefur einmitt leikstýrt popp óperu (póperu?) einni sem heitir bare (með litlum stöfum). Handritshöfundurinn Amy Veltman hefur verið fengin til þess að skrifa handritið að myndinni, en hún mun fjalla um unga og bitra stúlku, sem finnur vonina og möguleikana í lífinu eftir að hafa kynnst ofdekruðum og drýldnum krakkadýrum frá Manhattan, í kjölfarið af því að hafa verið dæmd í þegnskylduvinnu vegna ódannaðrar framkomu sinnar. Ekki er enn ljóst hvenær tökur á stórvirkinu hefjast, né hvaða leikarar hafa verið ráðnir ( Freddie Prince Jr. ?).