Kirsten Dunst mun leika í rómantísku gamanmyndinni Wimbledon, sem fjallar um ástarsamband milli tveggja tennisleikara. Paul Bettany mun leika hitt aðalhlutverk myndarinnar, en hann sást síðast í kvikmyndinni A Beautiful Mind. Tökur á myndinni ættu að hefjast í júní, þegar tökum á Spider-Man 2 lýkur. Enginn leikstjóri hefur enn verið ráðinn.

