John Ridley er ekki mjög þekktur. Engu að síður er hann sá sem kom upp með söguna og var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar Three Kings, skrifaði handritið að og framleiddi Undercover Brother, og skrifaði skáldsöguna A Conversation With The Mann. Nú ætlar leikstjórinn Rod Tilman ( Barbershop ) að kvikmynda hana, og Ridley sjálfur er í þeim klíðum að klára handritið að myndinni upp úr eigin bók. Mun hún fjalla um svartan grínista í Bandaríkjunum á 6. og 7. áratugnum sem verður vitni að miklum þjóðfélagsbreytingum eftir að hafa fylgst með hinum sögufræga grínista Lenny Bruce fara með uppistand sitt. Hafist verður handa við það að finna leikara um leið og Ridley klárar handritið.

