Óskarsverðlaunahafinn fýlugjarni Denzel Washington mun feta í fótspor Frank Sinatra í væntanlegri endurgerð á hinni klassísku Manchurian Candidate frá árinu 1962, sem leikstýrt var af John Frankenheimer heitnum. Ekki hefur enn verið ráðinn leikstjóri til þess að hafa umsjón með þessari endurgerð sem Dan Pyne ( The Sum of All Fears ) skrifaði handritið að. Dóttir Sinatra, Tina að nafni, ásamt framleiðandanum Scott Rudin ( Shaft ) eru þeir aðilar sem hafa verið að þróa þessa endurgerð fyrir Paramount kvikmyndaverið.

