Gladiator 2 ?!!!!!!

Þær glæpsamlegu fréttir hafa borist að unnið sé að því að koma framhaldinu af ofursmelli síðasta árs, Gladiator upp á skjáinn. Framleiðandi myndarinnar, Douglas Zwick, hefur fengið rithöfundinn David Franzoni til þess að skrifa handritið, þó ekki sé ljóst á þessari stundu hvort myndin eigi að gerast á undan eða eftir þeirri upprunalegu. Þá hafa fréttir enn ekki borist af því hvort leikstjórinn Ridley Scott ( Hannibal ) né Russell Crowe hafi sýnt verkefninu nokkurn áhuga. Verður það þó að teljast varasamt svo ekki sé tekið sterkar til orða. Hvað næst, Shakespeare in Love 2: Shake, baby, shake