Dunst er enn með Púls

Leikkonan unga og barmfagra Kirsten Dunst, mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Pulse en henni verður leikstýrt er af hryllingsmeistaranum Wes Craven ( Scream ). Þetta er endurgerð japanskrar hryllingsmyndar, og fjallar um það hvernig draugar taka yfir tölvur heimsins og valda spjöllum. Tökur á myndinni fara fram í haust, og mun þeim ljúka áður en Dunst þarf að hefja vinnu við framhald Spider-Man snemma á næsta ári.