Misskilningur leiðréttur + ný frétt

Misskilningur átti sér stað þegar gert var ráð fyrir því að Kevin Bacon , Sean Penn og Laurence Fishburne myndu leika þrjá æskuvini sem hittast aftur til þess að komast til botns í morði á dóttur eins þeirra í nýjustu kvikmynd Clint Eastwood sem nefnist Mystic River. Hið rétta í stöðunni er að Fishburne leikur rannsóknarlögreglumanninn sem fer með morðmálið, en Bacon, Penn og Tim Robbins fara með hlutverk vinanna þriggja. Brian Helgeland skrifar handrit myndarinnar, eftir samnefndri bók eftir Dennis Lehane.