S.W.A.T

Framleiðsla á væntanlegri kvikmynd Columbia kvikmyndaversins um sérsveitarmennina í S.W.A.T, er nú komin á skrið. Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði Samuel L. Jackson undir samning, og nú hefur Colin Farrell einnig skrifað undir. Mun hann fá heilar 8 milljónir dollara fyrir leik sinn í myndinni, þrátt fyrir að hafa aldrei leikið í vinsælli mynd ( nema Minority Report sem er ekki seld út á hann ). Myndin er byggð á skammlífum samnefndum sjónvarpsþáttum frá 8. áratugnum. Myndin fjallar semsagt um ástir og örlög sérsveitarmanna í S.W.A.T deild lögreglunnar, og verður byggt á þeirri útgáfu handritsins sem David Ayer skrifar ( Training Day , The Fast and the Furious ). Myndinni verður leikstýrt af Clark Johnson, sem leikstýrir kvikmynd í fyrsta sinn. Hann hefur þó leikstýrt mikið fyrir sjónvarp, bæði fyrir NBC og HBO.