Geoffrey Rush og Johnny Depp

Leikarinn Geoffrey Rush ( Mystery Men ) mun leika á móti Johnny Depp í kvikmyndinni Pirates Of The Carribbean. Myndin, sem byggð er á skemmtiatriði úr Disney World í Flórída, fjallar um tilraun til þess að ná aftur ómetanlegum dýrgrip frá sjóræningjum sem eru að reyna að koma í veg fyrir að ævaforn bölvun leggist á þá. Myndinni verður leikstýrt af Gore Verbinski og framleidd af ofurframleiðandanum/örverpinu Jerry Bruckheimer. Tökur hefjast síðar á árinu.