Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Var verulega ósáttur við Mystery Men. Mynd sem höfðaði engan veginn til mín. Eina atriðið sem ég hló alveg verulega er þegar Geoffrey Rush segir: Everybody into the disco room, og notar hreyfingar John Travolta frá Saturday Night Fever. Það var óborganlega fyndið. Annars fannst mér hún bara frekar slöpp ofurhetjumynd.
Virkilega steikt og hallærisleg gamanmynd sem skopstælir ofurhetjur. Á köflum bráðfyndin og á sér sín augnablik en því miður er hún í heildina ekki upp á marga fiska. Mér finnst hún skorta allan neista til að geta orðið nógu góð. Ofurhetjuskopstælingin fer í algjört hámark en að öðrum kosti er þetta eins og hver önnur fíflamyndin. Leikarahópurinn er fjölbreyttur en að mínu mati er Geoffrey Rush í hlutverki vonda kallsins langbestur. Greg Kinnear er einnig ljómandi skemmtilegur og hefði átt að fá meiri skjátíma en hann er samt í svo áberandi hlutverki að það kemur út á eitt. Ben Stiller, William H. Macy, Hank Azaria og Janeane Garofalo eru alltílæ en restin er....ég veit ekki. Þessi mynd Mystery men er horfanleg og svíkur engan sem vill sjá kostulegt efni en hún er bara of slöpp til að fara yfir meðallag. Þessar tvær stjörnur frá mér eru að hluta til vegna Rush og Kinnear en þeir eru báðir frábærir sem aðal skúrkurinn og aðal hetjan.
Þrátt fyrir skemmtilega mynd er Ben Stiller en ömurlegur. Wes Studi sá sem lék Sphynx er snillingur. Þessi persóna er alveg æðisgengin og fullkomin uppspretta skringilegs húmors. Blue Raja sem Hank Azaria leikur er líka mjög skemmtilegur. Myndin er alveg fín, skemmtileg og afskaplega fyndin á pörtum. Ég skil samt ekki alveg hvrenig svona fjölbreytt leikararlið lenti í þessari flipp-mynd. Samt án þeirra hefði myndin verið leiðinleg. Geoffrey Rush lék mjög vel og líka Greg Kinnear sem Captain Amazing. Leikaraliðið er sterkasti hluti myndarinnar ásamt húmorsins.
Sá sem skrifaði þetta hlýtur að hafa verið á einhverju hugvíkkandi. Þetta er einhver sú mesta della sem ég hef séð, án þess þó að missa sig í kjaftæði og vitleysu. Fjallar í stuttu máli um glötuðustu ofurhetjuwannabe sem sést hafa og tilraunir þeirra til að verða alvöru hasarkallar. Full af bráðskemmtilegu bulli og hellingur af fínum leikurum - takið eftir Tom Waits.
Ansi góð mynd. Þetta er mjög fyndin mynd um "wannabe superheros" sem berjast á móti hinu illa. Flott mynd með gott úrval af góðum leikurum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Pictures
Kostaði
$68.000.000
Tekjur
$29.762.011
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
10. desember 1999
VHS:
13. júní 2000
- Mr. Furious: I don't need a compas to tell me which way the wind shines!
- Sphynx: You must reach out with every limb - like the octopus who plays the drums.