Leiðrétting á X-Men 2 leikaravali

Rangar fréttir bárust af því að Ethan Embry hefði verið ráðinn til þess að leika Nightcrawler í X2, framhaldinu af X-Men. Það var dregið til baka á síðustu stundu og tilkynnt að leikarinn Alan Cumming ( Spy Kids ) hefði verið ráðinn í staðinn. Það var nefnilega ákveðið á síðustu stundu að hafa karakterinn eldri, en upphaflega átti að leika hann sem ungling. Það var semsagt tekið til baka og Cumming var því fenginn til þess að taka að sér þetta hlutverk. Tökur hefjast í Vancouver í Kanada eftir um það bil tvær til þrjár vikur.