Jamie Foxx sem Ray Charles

Leikarinn skemmtilegi, Jamie Foxx ( Any Given Sunday ) mun líklega leika söngvarann fræga, Ray Charles, í væntanlegri kvikmynd um ævi kappans. Foxx, sem sumir hafa haldið fram að hefði átt að fá óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn í Ali, hefur lýst yfir áhuga sínum á þessu hlutverki og telja margir að hann sé eins og fæddur til þess að leika Charles. Myndin ber heitið Unchain My Heart og verður leikstýrt af Mark Rydell.