Spiderman setur aðsóknarmet

Hin nýja og velheppnaða kvikmynd um Spider-Man var frumsýnd í Bandaríkjunum seinasta föstudag, maí hinn þriðja. Hún setti nýtt aðsóknarmet yfir helgina, og tók inn 114.8 milljónir dollara frá föstudegi til sunnudags. Gamla metið átti Harry Potter and the Philosopher’s Stone, en hún tók inn 90.3 þegar hún var frumsýnd í nóvember síðastliðnum. Spiderman er þar með orðin fyrsta myndin sem tekur inn yfir 100 milljónir dollara fyrstu helgina, og fór hún langt með að ná inn kostnaði á fyrstu þremur dögunum (110-120 milljónir dollara fyrir utan auglýsingaherferð). Ekki er annað hægt að segja en að hér sé um að ræða afar óvæntan smell, en enginn af helstu spekúlöntunum í Hollywood var búinn að spá svo stórri opnun sem hér er um að ræða. Var fyrirfram búist við að myndin tæki ekki enn nema um 75-85 milljónir, en svo fór sem fór. Nú er spurning hvort þetta met standi mjög lengi, því ekki má gleyma því að Star Wars: Attack Of The Clones er frumsýnd 17. maí næstkomandi.