Russell Crowe í söltum sjó

Leikarinn knái, Russell Crowe ( Gladiator ) mun ásamt leikstjóranum Peter Weir ( The Truman Show ) gera kvikmyndina Master & Commander. Er hún byggð á fyrstu af um tuttugu skáldsögum eftir Patrick O´Brian um Captain Jack Aubrey, sem er breskur sjóliðsforingi og ævintýramaður á Napóleontímabilinu.