Sumarið 2012 verður spennandi fyrir teiknimyndakvikmyndanörda um heim allan þar sem Warner Bros hafa gefið út dagsetningu fyrir Batman 3. Christopher Nolan hyggst snúa aftur í leikstjórasætið fyrir Batman og er stefnt á frumsýningu 20. júlí 2012. Fréttir herma að Christian Bale muni snúa aftur sem Leðurblökumaðurinn en lítið annað hefur verið gefið út um myndina.
Ekki nóg með það heldur koma myndirnar The Avengers, Battleship, Star Trek 2 og Spider-Man 4 út sama sumar samkvæmt heimildum E! Online. Munu þessar myndir án efa veita Leðurblökumanninum næga samkeppni.

