Sumarið 2012 verður spennandi fyrir teiknimyndakvikmyndanörda um heim allan þar sem Warner Bros hafa gefið út dagsetningu fyrir Batman 3. <a href=“/nafn/?id=15981″>Christopher Nolan</a> hyggst snúa aftur í leikstjórasætið fyrir Batman og er stefnt á frumsýningu 20. júlí 2012. Fréttir herma að <a href=“/nafn/?id=293″>Christian Bale</a> muni snúa aftur sem Leðurblökumaðurinn en lítið annað hefur verið gefið út um myndina.
Ekki nóg með það heldur koma myndirnar The Avengers, Battleship, Star Trek 2 og Spider-Man 4 út sama sumar samkvæmt heimildum E! Online. Munu þessar myndir án efa veita Leðurblökumanninum næga samkeppni.

