Ef það er einhver mynd sem ekki þarf á kynningu að halda, þá er það Avatar. Þetta er tekjuhæsta kvikmynd allra tíma, bæði hérlendis og í heimalandi sínu. Það er aftur á móti ágætt að tilkynna fólki það að þessi stórmynd dettur í búðir í dag á DVD og Blu-Ray, og í tilefni af því ætla ég að gefa fáeinum heppnum notendum eitt stykki DVD disk.
Ef þú vilt eiga séns á þessari sumargjöf frá Kvikmyndir.is þá máttu senda á mig póst (tommi@kvikmyndir.is) og segja mér hver er þín uppáhalds sena úr Avatar. Ef þú hefur ekki séð myndina (hvar hefur þú verið??) þá nægir bara að segja hvaða James Cameron mynd þú heldur mest upp á. Annars – ef út í það er farið – efa ég að þú sért Cameron-aðdáandi til að byrja með ef þú hefur ekki enn borið Avatar augum.
Ég sendi póst tilbaka á vinningshafa í kringum hádegið á sumardaginn fyrsta. Gangi ykkur vel. Hlakka til að sjá hvað menn segja.
Ein spurning til notenda samt: Hvað sást þú Avatar oft í bíó? (stjórnendur mega líka svara)

