Paltrow kýld í andlitið í Iron Man 2? Spennó!

Í
Bandaríkjunum hefur forsala á miða á Iron Man 2 rokið upp úr öllu valdi eftir
að út kvisaðist sá orðrómur að Gwyneth Paltrow væri kýld í andlitið í myndinni,
og það nokkuð hrottalega. Samkvæmt fregnum byrjaði sá orðrómur með því að
bloggari nokkur komst yfir lista yfir tökustaði og hélt því fram að spítali á
listanum væri staður þar sem hlúð væri að sárum Pepper Potts, sem Gwyneth
leikur, eftir að hún er lamin mjög fast í framan.

Yfir 120
vídeó fóru upp á YouTube þar sem nördar heimsins fabúleruðu um hvernig þeir
vonuðu að barsmíðarnar á Gwyneth væru útfærðar í myndinni og fólk raðaði sér
upp í langar raðir til að fá miða á myndina, enda fátt sem Ameríkanar hafa
beðið eftir með meiri óþreyju en nákvæmlega þetta: að sjá einhvern buffa
Gwyneth Paltrow.

Það skal
einnig tekið fram að heimildin fyrir fréttinni er fengin af The Onion (sjá HÉR) sem
þýðir að hún er uppspuni frá rótum. En það er samt eitthvað mjög satt við hana,
er það ekki?…