Jónsi úr Sigurrós á lag í kvikmyndinni How to Train Your Dragon sem nú um þessar mundir er sýnd í Sam bíóunum. Lagið hljómar í heild sinni undir lok myndarinnar þegar kreditlistinn rúllar. Aðdáendur söngvarans fá þar með óvæntan bónus eftir að hafa skemmt sér yfir myndinni.
Lagið er einungis að finna á lagalista myndarinnar og er ekki hluti af nýútgefinni sólóplötu söngvarans. Ekki er vitað til að diskurinn úr myndinni sé fáanlegur í íslenskum plötubúðum, og því virðist sem svo að það sé einungis þarna í bíóinu sem hægt er að hlusta á þetta lag.


