Á morgun dettur indí-gamanmyndin (500) Days of Summer í búðir á DVD og í tilefni af því ætla ég að spreða nokkrum eintökum á fáeina heppna notendur (svona er maður gjafmildur í kringum páskana).
Kvikmyndir.is hefur reynt að gera eitthvað skemmtilegt með þessa mynd síðan hún kom fyrst út í bandaríkjunum sumarið 2009. Við sáum hana í kringum þann tíma og höfðum alltaf ætlað að taka forsýningu. Það var samt aldrei ákveðið hvort hún myndi pottþétt skila sér í bíó hérlendis. Svo var ákveðið að taka ræmuna í kvikmyndahús Senu en á síðustu stundu ákvað Fox Searchlight að hætta við hana hér á landi (auk þess hefði hún lent í beinni samkeppni við New Moon).
En núna loksins geta kvikmyndaáhugamenn eignað sér þessa margumtöluðu mynd.
Tveir Kvikmyndir.is notendur (tæknilega séð þrír) hafa skrifað um myndina:
Tómas Gauti Jóhannsson
„En ég bið ykkur fólk. Sjáið þessa. Alveg glatað að hún hafi ekki verið sýnd í bíó. Hún er m.a. á top 250 á imdb. Sjáið þessa! 8 stjörnur af 10“
Sæunn Gísladóttir (8/10)
„Ég mæli eins og margir aðrir kvikmyndagagnrýnendur með þessari mynd
fyrir þá sem að fíla ekki rómantískar gamanmyndir og fyrir þá sem að
fíla þær í tætlur. Þetta er virkilega vel gerð mynd.“
Myndin segir frá ungum manni sem fæst við að skrifa texta á heillaóskakort og samstarfskonu hans, Summer Finn, sem gæti verið sú rétta. Það tekur þau 500 daga að komast að því að leiðin í höfn hamingjunnar er ógreiðfær, krókótt og ótrúlega skemmtileg á köflum.*
Hérna getið þið skoðað sýnishorn úr myndinni:
Ef þú vilt reyna að næla þér í DVD disk þá vil ég að þú svarir spurningunum fyrir neðan:
– Hvað heitir leikkonan sem leikur persónuna Summer Finn?
– Hvaða ofurhetju(reboot)mynd er leikstjórinn Mark Webb að fara að gera næst? (hérna nægir að segja nafnið á ofurhetjunni, þar sem myndin er ekki enn komin með opinberan titil)
Svör sendast á tommi@kvikmyndir.is (helst merkið bréfið (500) Days of Summer). Ég hef síðan samband við vinningshafa um hádegið á morgun (miðv.) og þeir fá nánari upplýsingar um hvernig þeir fá diskinn í hendur.
Gangi ykkur vel.
Og þeir sem ekki vinna, vinsamlegast ekki taka því persónulega og senda kvörtunarmail. Aftur á móti, þið sem vinnið, endilega nuddið því framan í alla hina hér á spjallinu.
*(ég skrifaði ekki textann. Þetta er beint tekið af hulstrinu)

