Nýjasta mynd Edgars Wright (sem færði okkur grínsprengjurnar Shaun of the Dead og Hot Fuzz) kemur nú í sumar og loks var að detta inn fyrsta sýnishornið. Myndin ber nafnið Scott Pilgrim vs. The World og er byggð á samnefndri myndasögu, sem á víst að vera kolbrjáluð.
Söguþráðurinn er skemmtilega flippaður að mínu mati. Sagan fjallar um Scott sem finnur loks draumastúlkuna sína. Ekki er
það allt gott, því hann uppgötvar að eina leiðin til að sigra hjarta
hennar er að berjast við hina illu fyrrverandi kærasta hennar, sem eru
sjö talsins. Með helstu hlutverk fara Michael Cera, Mary Elizabeth-Winstead, Chris Evans (nýi Captain America), Brandon Routh (já, Superman), Jason Schwartzman og Anna Kendrick.
Trailerinn getið þið séð hér.
Þó svo að undirritaður telji sig ekki vera aðdáanda Cera þá verð ég að viðurkenna að þetta lítur út fyrir að vera stórfín steypa. Ég hef a.m.k. mikla trú á leikstjóranum. Hvað segið þið?

