Dennis við dauðans dyr?

Töffarinn, leikarinn, leikstjórinn og myndlistarmaðurinn Dennis Hopper
er illa haldinn af krabbameini og getur ekki komið fyrir rétt, að sögn verjanda hans Joseph Mannis, en Hopper og eiginkona hans eiga nú í hatrammri skilnaðardeilu. Hopper, sem er 73 ára, og Victoria hafa verið gift í 14 ár.

Hopper er að sögn aðeins 45 kg að þyngd og læknirinn hans Dr. David Agus, bar fyrir réttinum, að Hopper væri mjög veikburða og gæti ekki haldið uppi löngum samræðum.

Læknirinn segir að það að mæta fyrir rétt gæti ógnað möguleikum hans á að ná bata.

Læknirinn bætti því þó við að hann myndi leyfa leikaranum að mæta þegar hann fær stjörnu í Hollywood Walk of Fame, þar sem sú reynslu yrði að öllum líkindum jákvæð fyrir kappann.

Dennis og Victoria hafa samþykkt að halda sig 3 metrum frá hvort öðru þangað til skilnaðurinn er um garð genginn. Hún hefur sagt það fyrir réttinum að Hopper hafi óskað eftir skilnaði þar sem hann hafi viljað útiloka hana frá því að erfa neitt eftir hann. Hopper hefur neitað þessu.