Endurkoma Bíótals?

Kvikmyndaþættirnir Bíótal voru skapaðir af mér og Sindra Gretarssyni í desember 2007. Í þeim þáttum gagnrýndum við ýmsar kvikmyndir, yfirleitt nýjar en einnig gamlar. Þættirnir gengu í hálft ár og enduðu með The Dark Knight um sumarið 2008.

Ákveðið hefur verið að hefjast aftur með þættina innan við næstu daga, en það veltur líka á því hversu mikill áhugi er fyrir þeim. Þessi hugmynd kom upp eftir að Facebook-síða var stofnuð (smellið hér) Við hyggjumst að gera þættina vandaðri og stílískari núna en þegar við gerðum þetta sem flipp fyrir tveimur árum.

Bíótal mun halda áfram kvikmyndagagnrýnum (skildi þátturinn byrja á ný) og vera óhrætt við að drulla yfir þær myndir sem eiga drulluna skilið, hvort sem það er íslensk eða útlensk mynd. Það hefur aldrei verið venja okkar að sýna ömurlegum kvikmyndum umburðarlyndi, sama hvaða stórlax sé bakvið hana. Hinsvegar erum við jafn óhræddir við að dýrka þær myndir sem verðskulda ást, t.d Master of Disguise (2002) og Birth (2004) með Nicole Kidman.

Ekki hika annars við að senda fyrirspurnir á kvikmyndir@kvikmyndir.is ef þið hafið tillögur eða ábendingar.