Viltu búa til glæpamynd?

Nú getur almenningur tekið þátt í skemmtilegri tilraun sem felst í því að styrkja beint og milliliðalaust framleiðslu á íslenskri bíómynd – glæpamynd Ólafs Jóhannessonar, Borgríki.

Opnuð hefur verið sérstök vefsíða þar sem hægt er að gefa
frjáls framlög til myndarinnar. Á síðunni kemur fram að fjármagnið sem safnast muni skiptast
jafnt niður á starfsfólk myndarinnar. Þeir sem leggja til fé fá allt frá
árituðu DVD eintaki og miðum á sýningar til miða á frumsýningu og
aukahlutverks í myndinni. Einnig verður minnst á velgjörðarmenn í
kreditlista.

Á síðunni er sagt að söfnunin sé gerð í tilraunaskyni til
að athuga hvort grundvöllur sé fyrir óháðri kvikmyndagerð á Íslandi.

Fjáröflunarsíðan er hér: http://www.indiegogo.com/borgriki?i=fcbk

Hér má sjá stiklu úr Borgríki: http://vimeo.com/9020156

Borgríki – Íslensk Kvikmyndagerð from Olaf de Fleur on Vimeo.