Fálkasaga frumsýnd á Tribeca í apríl

Heimildamyndin Fálkasaga eftir Þorkel Harðarson
og Örn Marínó Arnarson verður heimsfrumsýnd á Tribeca
kvikmyndahátíðinni sem fram fer í New York dagana 21. apríl – 2. maí. Frá þessu er sagt á vefnum logs.is. 
Þar tekur hún þátt ásamt ellefu öðrum myndum í keppni heimildamynda.

„Fálkasaga fjallar um magnaða atburðarrás sem veiddir fálkar blandast inn
í. Skyggnst er inn í lokaðan heim sem örfáir aðilar í heiminum hafa
haft aðgang að. Inn í söguna fléttast meðal annars umhverfisvernd
heimspólitík og hryðjuverk. Myndin hefur verið fimm ár í framleiðslu og
verður frumsýnd á Íslandi í haust,“ segir á heimasíðu Lands og sona, logs.is