Hér er komið að nýjum vinkli á samstarfi Mynda mánaðarins og
Kvikmyndir.is. Hér á vefnum verða haldnar reglulegar kannanir um
ýmislegt tengt kvikmyndum og niðurstöðurnar úr þeim verða birtar í
Myndum mánaðarins.
Sú fyrsta tengist aprílmánuði sterkum
böndum, þar sem þá er von á myndum eins og Iron Man 2 og Kick-Ass í
bíó. Því spyrjum við ykkur hver uppáhalds ofurhetjumynd ykkar er, þið
veljið ykkar þrjár uppáhaldsmyndir og við sýnum ykkur niðurstöðurnar í
aprílblaði Mynda mánaðarins.
En það er ekki nóg, því með því að
taka þátt eigið þið séns á frímiðum í bíó. Ef þið skrifið
tölvupóstfangið ykkar með farið þið í pott sem verður dregið úr og
tilkynnt um sigurvegara að lokinni kosningunni, bæði hér og í blaðinu.
Svo megið þið endilega kommenta á ykkar val hér fyrir neðan, og kannski verður vitnað í ykkur í blaðinu…

