Miramax framleiðslufyrirtækið hefur keypt réttinn á að kvikmynda Bloom County, og mun systurfyrirtækið Dimension Films mun dreifa henni. Mun Bloom County vera tiltölulega fræg myndasaga í anda Calvin & Hobbs, og tók Miramax þetta skref eftir að hafa séð stuttmynd gerða eftir sögunni sem hét Edwurd Fudwupper Fibbed Big, þar sem Haley Joel Osment ( The Sixth Sense ) og Frances McDormand ( Fargo ) sáu um raddir. Berkeley Breathhed, listamaðurinn sem skapar söguna, mun bæði skrifa handritið og leikstýra.

