Númeruð sæti í bíó… hvað finnst ykkur?

Það hefur heldur betur hitnað í kolunum á Facebook (þannig séð) varðandi hvort íslensk kvikmyndahús ættu að hafa númeruð sæti eða ekki. Þetta byrjaði allt með síðu sem nefnist „Númeruð sæti í bíó,“ en síðan bættist við önnur sem heitir einfaldlega „Við viljum EKKI númeruð sæti í bíó.“ Fyrrnefnda síðan hefur núna rétt yfir 7,500 meðlimi þegar þessi texti er ritaður en sú seinni (sem var stofnuð mun síðar) hefur rétt yfir 1,500.

Það er athyglisvert að fylgjast með rökum fólks og hvað það vill (eða vill ekki). Það er einnig ljóst að sumir hafi verri bíósögur að segja heldur en aðrir. En engu að síður þá vildi ég forvitnast hvað „Kvikmyndir.is-menn“ (eðalgrúppan, ekki satt?) höfðu um þetta mál að segja.

Þetta er það sem grúppan „Númeruð sæti í bíó“ hefur að segja sér til varnar:

Hvaða Íslendingur er ekki orðinn leiður á því að þurfa að slást um sæti
í bíó til að þurfa ekki að sitja fremst og neyðast til að sitja undir
20 mínútur af auglýsingum til þess eins að fá almennileg sæti.
Þar
að auki þá er allt eins líklegt að einhver hálfvitinn sem komst fyrst
inn í bíósalinn sé búinn að berstrípa sig og dreifa úr fatnaðinum sínum
á næstu tvær sætisraðir fyrir framan og aftan og tíu sæti út til hægri
og vinstri og situr svo með heimskulegt glott í miðjunni og segir þér
að öll bestu sætin séu „frátekin“.
Það er kominn tími á að maður
geti keypt sér miða með góðum fyrirvara (t.d. á miði.is) og valið sér
sæti fyrirfram og notið þess að fara í bíó.

Og hérna er texti frá hinni síðunni sem er á móti númeruðum sætum:


Þessi hópur er stofnaður á móti þeim sem vilja númeruð sæti í bíó.
Ég
segi bara fyrir mig að ef ég þarf að panta sæti á netinu eða fara niður
í bíóhúsið nokkrum dögum áður til að panta eitthvað sérstakt sæti þá er
ég ekkert að fara í bíó.
GALLARNIR við að hafa númeruð sæti er sá að:

Kannski getur manneskjan ekki setið við hliðiná manni sem maður fer í
bíó með því hún pantaði ekki miða á sama tíma. Ég hef heyrt um þetta
vesen í DK að þá er stundum fólk ekki að sitja saman og fólk er þrjóskt
að færa sig þegar það hefur pantað „góð“ sæti.
– Það verður líklegt að góðu sætin (oftast fyrir miðju) munu kosta meira en hin því þau eru eftirsóttari.
– Það mun ekki vera hægt að færa sig ef manneskjan fyrir framan er með stóran haus, hávaxinn eða með mikið hair-doo.

Ef manneskjan fyrir aftan sparkar í sætið og hættir ekki þegar þú biður
hana um að hætta þá geturu ekki fært þig því þú verður að sitja í þínu
sæti.
– Þú getur heldur ekki hitt manneskju í bíó og setið hjá henni því þú átt pantað sæti annarsstaðar.
– Þú þarft að eiga kreditkort til að panta á netinu.

Þú getur ekkert sagt kannski klst áður en myndin á að byrja í bíó ,,
hei skellum okkur í bío“. Því ef þú lendir í því þá er líklegt að öll
góðu sætin séu farin.

Þá kem ég að hinni óhjákvæmanlegu spurningu: Hvað finnst ykkur?? Endilega komið með smá rök (og kannski lífsreynslusögu) á bakvið skoðanir ykkar.