Kvikmyndir.is er kominn í úrslit Íslensku vefverðlaunanna 2009 sem SVEF, Samtök vefiðnaðarins, veita árlega. Kvikmyndir.is er tilnefndur í flokknum besti afþreyingar- og fréttavefurinn. Með okkur í úrslitum eru miðjan.is, pressan.is, vísir.is og skjarinn.is.
Verðlaunin verða afhent þann 12. febrúar nk.
Hér að neðan er tilkynning SVEF í heild sinni:
Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.
Dómnefnd skipuð fagfólki í vefmálum hefur nú valið þá vefi sem komast í úrslit til þessara eftirsóttu verðlauna.
Eftirfarandi vefir eru í úrslitum til Íslensku Vefverðlaunanna 2009:
Besti sölu- og kynningarvefur fyrirtækis með færri en 50 starfsmenn
* http://www.avant.is
* http://www.listahatid.is
* http://www.nikitaclothing.com
* http://www.sparnadur.is
* http://www.sveit.is
Besti sölu- og kynningarvefur fyrirtækis með yfir 50 starfsmenn.
* http://www.adventures.is
* http://www.icelandair.is
* http://www.islandsbanki.is
* http://www.landsbankinn.is
* http://play.eveonline.com
Besti þjónustu- og upplýsingavefurinn
* http://www.hugmyndaraduneytid.is
* http://www.ja.is
* http://www.straeto.is
* http://www.timarit.is
* http://www.vedur.is
Besti afþreyingar- og fréttavefurinn
* http://www.kvikmyndir.is
* http://www.midjan.is
* http://www.pressan.is
* http://www.skjarinn.is
* http://www.visir.is
Besta blog/efnistök/myndefni
* http://www.aevarg.com
* http://www.daggardropi.is
* http://www.deiglan.com
* http://www.drykkir.is
* http://www.gummisig.is
Besti hand-smátækja vefurinn
* http://m.isb.is
* http://m.ja.is
* http://m.nova.is
* http://m.ring.is
* http://m.siminn.is
Besta markaðsherferðin á netinu
* Icelandair: Hvers vegna velur þú Icelandair
* Icelandair: Haustleikur
* Landsbankinn: Náman
* Keflavíkur flugvöllur: Paraleikur
* Flugfélag Íslands: Skemmtum okkur innanlands
Íslensku Vefverðlaunin verða afhent í níunda skipti þann 12. febrúar næstkomandi í Hugmyndahúsinu, Grandagarði 2, af Iðnaðarráðherra, Katrínu Júlíusdóttir. Fyrr um daginn mun SVEF standa fyrir glæsilegri ráðstefnu um markaðsmál á Netinu frá A til Ö. Ráðstefnan fer fram á sama stað og hefst kl 13.00 og er aðgangur ókeypis fyrir félagsfólk í SVEF, en 2000 krónur fyrir þá sem ekki eru í SVEF.
Nánar um vefverðlaunin og ráðstefnuna á á www.svef.is
Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við.
Nánar upplýsingar veitir:

