Boðssýning: An Education

Á föstudaginn næsta verður breska gamandramað An Education frumsýnt í Sambíóunum. Þessi mynd hefur vakið heilmikla athygli meðal áhorfenda og gagnrýnenda um allan heim, og hlaut hún m.a.s. í dag þrjár Óskarstilnefningar, þ.á.m. sem besta myndin.

Þrátt fyrir að handritið sé í höndum Nick Hornby (sem m.a. skrifaði bækurnar About a Boy og High Fidelity) og leikstjóri sé Lone Scherfig þá er það hin unga Carey Mulligan sem hefur stolið senunni. Auk þess að hafa fengið fjöldan allan af glimrandi dómum hefur hún verið tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki hjá Óskarsakademíunni, BAFTA, Golden Globe, á Toronto-kvikmyndahátíðinni og svo mætti lengi telja.

Í stað þess að segja frá því um hvað myndin er þá vil ég helst bara benda á trailerinn fyrir þá sem hafa áhuga að kíkja.

Annars verður forsýning á myndinni núna á fimmtudaginn næsta, þ.e.a.s. þann 4. febrúar. Sýningin verður í Sambíóunum í Álfabakka kl. 18:00 og geta lesendur unnið miða á hana með því að svara einni einfaldri spurningu.
Hún er svohljóðandi:

Mótileikari Mulligans í An Education hefur meðal annars brugðið fyrir í myndum eins og Kinsey, Garden State og Orphan. Hver er maðurinn?

Sendið mér svarið á tommi@kvikmyndir.is. Ég mun senda póst á vinningshafa á miðvikudaginn í kringum hádegið (muna það). Þeir sem verða dregnir verða settir á sérstakan lista og munu nálgast miðana sína í bíóinu.

Sjáumst vonandi þar!