War of the Worlds endurgerð

Nú er áætlað að endurgera War of the Worlds, undir leikstjórn Timothy Hines. Kostnaður er áætlaður um 42 milljónir dollara, en enginn leikari er enn fastráðinn í myndina. Ýmis nöfn hafa þó verið nefnd, þar á meðal Michael Caine , Charlize Theron og Matthew McConaughey. Hines hefur ekki verið spar á stóryrðin um væntanlega framleiðslu og hefur látið út úr sér að hann muni stíla myndina inn á NC-17 stimpil, sem hingað til hefur hingað til aðallega verið notaður fyrir ljósbláar myndir eins og Showgirls. Segist hann frekar vilja klippa myndina niður aftur og aftur, ef þess þarf með til að ná myndinni niður í R-stimpil. Mun það þó ekki vera út af ofbeldi eða nekt, heldur af innibyggðum hryllingi þeim sem ku búa í handritinu.