Nýi Conan fundinn!

Ég vil bara taka það fram að þessi frétt kemur Conan O’Brien ekkert við, þrátt fyrir að hann sé mikið búinn að vera í fréttum upp á síðkastið.

Nei nei, ég tala að sjálfsögðu um massatröllið Conan the Barbarian, en framleiðsla endurgerðarinnar er komin langt á leið og m.a.s. er búið að finna arftaka Arnolds. Leikarinn heitir Jason Momoa (þið sjáið þarna mynd af honum). Hann er lítt þekktur og hefur mestmegnis leikið í Stargate: Atlantis þáttunum. Valið stóð á milli hans, Kellan Lutz (úr Twilight) og Jared Padalecki (what???) úr Supernatural-þáttunum. Deadline Hollywood segir að leikstjórinn Marcus Nispel (sem m.a. gerði Friday the 13th (sem Padalecki lék einnig í) og „snilldina“ Pathfinder) hafi ákveðið að velja Momoa eftir að hafa tekið upp nokkrar prufusenur með honum. Hann þykir víst alveg fullkominn í hlutverkið, að hans mati.

Þessi nýja Conan-mynd fer líklegast í tökur í sumar. Myndin kemur út á næsta ári.

Eitt að lokum:

Djöfull sé ég ekki fyrir mér Jared Padalecki í Conan-hlutverkinu. Einhver sammála mér þar? Kannski Supernatural aðdáendur?