Svo virðist vera að The Passion of the Christ 2 sé ekki bara fyndið atriði í Family Guy því búið er að ákveða að framleiða myndina The Resurrection of the Christ, sem er nokkurskonar sjálfstætt framhald af fyrri myndinni, af titlinum að dæma. Söguþráðurinn á samt að einblína meira á hina aðilana í sögunni en fyrri myndin, eins og Júdas, Pontíus Pílatus o.fl.
Mel Gibson mun ekki leikstýra heldur tekur nokkuð óþekktur leikstjóri við stólnum, Jonas McCord (gerði Body með Antonio Banderas). Ekki er ennþá búið að gefa fram hverjir muni leika í myndinni en vonandi tekur James Caviezel aftur að sér hlutverk Jesú Krists, svona til þess að fá einhver stór nöfn í þetta.
Tökur eiga að hefjast í júlí og myndin verður svo frumsýnd í Bandaríkjunum um páskana á næsta ári. Til gamans má geta að The Passion of the Christ þénaði um 610 milljónir Bandaríkjadollara á heimsvísu svo áhugavert verður að fylgjast með því hvort The Resurrection of the Christ komist með tærnar þar sem sú hafði hælana.
Bónus: Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að horfa á Family Guy atriðið hér.

