Eins og Mbl.is greinir frá í dag þá er The Spy Next Door að fá heldur laka dóma í erlendum blöðum.The Spy Next Door er
nýjasta mynd Jackie Chan en í henni fer hann með hlutverk spæjara sem
kemst í hann krappan á meðan hann gætir þriggja barna unnustu sinnar.
Magnús fer í myndinni með hlutverk
rússneska glæpaforingjans Poldark, óvinar Jackie Chan.
TimeOut
í New York gefur myndinni eina stjörnu og Orlando Sentinel sömuleiðis, og
segir að Magnús skarti versta rússneska hreim sem heyrst hafi.

