Vondi Magnús slæst við Jackie Chan

Jackie Chan myndin The Spy Next Door með okkar ágæta leikara Magnúsi Scheving í hlutverki eins af vondu köllunum, var frumsýnd um síðustu helgi úti í Bandaríkjunum. Myndin hefur hlotið misjafna dóma, en miðað við þetta brot úr myndinni þá er Magnús að sýna tilþrif.
Í vídeóinu eru einnig myndir af rauða dreglinum og það eru óneitanlega vonbrigði að sjá ekki okkar mann þar, en eins og fyrr sagði þá bregður honum fyrir í sýnishorni um miðbik klippunnar.