Tíunda árið í röð tilnefnir IMPawards þau plaköt sem standa uppúr á árinu sem var að líða. Upphaflega voru sex flokkar en eru nú orðnir tólf. Þrettándi flokkurinn eru ekki beint tilnefningar heldur sérstakar viðurkenningar til alþjóðlegra plakata sem staðið hafa uppúr. Þar á meðal er eitt íslenskt plakat, fyrir Bjarnfreðarson.
Up stóð uppúr með fjórar tilnefningar, meðal annars fyrir besta plakatið. Saw VI, Terminator Savation fengu þrjár ásamt Alvin and the Chipmunks en þó ekki allar jákvæðar. Plaköt sem fengu tvær tilnefningar eru, Lovely Bones, Star Trek, The Men Who Stare at Goats, 2012, Where the Wild Things Are.
Hægt er að skoða tilnefningarnar hér og á mánudaginn verður svo tilkynnt um vinningshafana.

