Downey velur Holmes fram yfir kúreka

Næsta mynd leikstjórans Jon Favreau á eftir Iron Man 2 er mynd að nafni Cowboys & Aliens, sem er byggð á samnefndri myndasögu sem gengur út á stríð á milli kúreka í villta vestrinu og geimvera sem brotlenda í nágrenninu. Robert Downey Jr. hafði ákveðið að taka að sér aðalhlutverkið en núna virðist það vera ómögulegt þar sem framleiðslan mun stangast á við Sherlock Holmes 2. Downey var víst ekki lengi að velja. Hann vill slást í för með Guy Ritchie aftur.

Framleiðendur Warner Bros. voru ekki lengi að gefa grænt ljós á framhaldið eftir að fyrri myndin mokaði inn seðlum og tókst nánast að vinna upp framleiðslukostnaðinn á fyrstu helginni sinni. Undirbúningur fyrir mynd nr. 2 gengur víst eins og í sögu, á meðan framleiðlan á Cowboys & Aliens er á stopp þar sem aðstandendur reyna að finna verðugan leikara í aðalhlutverkið.

Sherlock Holmes er frumsýnd á föstudaginn í Sambíóunum. Tékkið endilega á eitursvölu atriði úr myndinni hér fyrir neðan: