Avatar komin í sögubækurnar!

Eru ekki allir orðnir vel þreyttir á því að heyra sífellt um hvað Avatar gengur vel? 


Það var nú slæmt því þessi jarðýta virðist ekki hætta fyrr en hún slær öll met, bæði innlend og erlend. 


Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Senu:


Avatar er orðin næst tekjuhæsta kvikmynd Íslandssögunnar með tekjur upp á 91.2 milljón krónar. Aðeins Mamma Mia er tekjuhærri með 102.2 milljónir en Avatar mun slá það út eftir næstu helgi!

 · Avatar er lang vinsælasta myndin á Íslandi í dag með 76.552 gesti á aðeins 21 sýningardegi eða meira en 3.645 manns á dag í 3 vikur!

· Í ljósi vinsælda Avatars þurfum við að færa þriðju myndina í hinum geysivinsæla þríleik Stiegs Larssons – Loftkastalinn sem hrundi frá 22. Jan til 19. Febrúar!

 ·  Nú stefnir í að Avatar verði einungis 3ja myndin í Íslandsögunni sem nær 100 þúsundasta aðsóknarmarkinu á eftir Titanic og Mömmu Mia og aðeins önnur myndin sem nær 100 milljónum í tekjum og 100 þúsund manns í aðsókn (hin var Mamma Mia)! 

 · Avatar sem varð stærsta mynd ársins 2009 á aðeins 10 dögum er einnig stærsta mynd ársins 2010 eftir aðeins 11 daga með tæpar 40 milljónir í tekjur (eða jafnmikið og síðasta Harry Potter tók allt síðasta ár) !


Myndin náði loks toppsætinu í bíóaðsókn á Íslandi, sem þýðir að Bjarnfreðarson er komin í 2. sætið.