Nýir trailerar sendir inn af notendum

Síðasta ár var þeim möguleika bætt við að notendur gætu sent inn efni á vefinn sjálf/ir. Það sem hefur staðið uppúr er að fólk fór í auknum mæli að benda á bíómyndir sem vantaði í gagnagrunninn og senda inn trailera sem vantaði.

Nýjustu dæmin um þetta eru Micmacs og The House on Sorority Row sem voru ekki í gagnagrunninum þar sem notandi fór einfaldlega inn á „Bæta við bíómynd“ skrifaði nafn, útgáfuár og IMDb id númer og stjórnendur síðunnar bættu við afganginum, eins og helstu leikarar, plakat, trailer og fleira. Einnig var notandi sem fann trailer fyrir Luftslottet som sprängdes sem var ekki á síðunni og bætti honum við með því að smella á „Breyta upplýsingum“ og setti þar link á þann trailer.

Við viljum þakka fyrir þessar góðu viðtökur á þessari nýjung og hvetjum ykkur til að halda áfram að senda inn trailera og bendum ykkur líka á að líka er hægt að senda önnur fyndin og áhugaverð video, skrifa söguþráð, bæta við leikurum og fleira.