Á jóladag var nýjasta mynd Guy Ritchie, Sherlock Holmes frumsýnd í bandaríkjunum og sló hún víst öll met og er nú orðin aðsóknarmesta mynd sem hefur verið frumsýnd á þessum degi.
Bara á föstudeginum tókst henni að moka inn $24,9 milljónir. Avatar var þó ekki langt á eftir henni og þénaði rétt yfir $23 milljónir. Hún er engu að síður komin í annað sætið. Tölur helgarinnar fara betur að skýrast von bráðar.
Sherlock Holmes verður frumsýnd 15. janúar á Íslandi.

