Okkur var að berast nýtt plakat fyrir nýjustu kvikmynd Friðriks Þórs, Mamma Gógó. Um er að ræða mynd byggða á móður Friðriks sem er leikin af Kristbjörgu Kjeld, en sjálfann Friðrik leikur Hilmir Snær Guðnason. Með önnur hlutverk fara Gunnar Eyjólfsson og Margrét Vilhjálmsdóttir ásamt fleyrum. Trailer fyrir myndina má sjá hér.


